Opið virka daga 10-18 | Laugardaga 11-16 | Lokað á sunnudögum

Skilmálar

1. Skilmálar 

Þessir skilmálar gilda um sölu á vörum og þjónustu Fakó til viðskiptavina. Skilmálarnir eru staðfestir með staðfestingu á kaupum. 

2. Afhendingarmáti 

2.1 Smávörur: 

Hægt er að sækja smávörur í verslun okkar í Holtagörðum. Ef pöntun berst fyrir kl. 16:00 er hún yfirleitt tilbúin samdægurs, 2-3 klst eftir að hún berst. Annars er pöntunin afgreidd næsta virka dag. Tilkynning berst með tölvupósti til viðskiptavinar þegar pöntunin er tilbúin. 

Hægt er að velja að fá vöru senda með Póstinum í næsta póstbox. Pósturinn sækir til okkar pantanir mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Það getur tekið 1-5 virka daga að fá pöntunina afhenta. Sendingartími getur verið mismunandi á álagstímum t.d. yfir hátíðar. Viðskiptavinur hefur 3 daga til að sækja pakkann í póstbox en eftir það er hann sendur á næsta pósthús. 

Sendingargjald er frá 1.595 kr. Hámarksstærð pakka er 41x38x64cm. 

Póstbox staðir: Póstbox 

Ekki er endurgreitt sendingargjald ef um er að ræða vöruskipti eða vöruskil. 

2.2 Stórar vörur (heimkeyrsla): 

Hægt er að sækja stórar vörur á lagerinn okkar sem er staðsettur í Holtagörðum milli kl. 10-16 virka daga eða fá vöruna keyrða heim til viðskiptavinar. Heimkeyrsla innan höfuðborgarsvæðisins kostar 10.000 kr. Samsetning á vörum kostar 8.000 kr. 

Við bjóðum uppá heimkeyrslu á stærri vörum til Borgarness, Selfoss, Keflavíkur og þeim svæðum fyrir 20.000 kr. Samið er við bílstjóra um tíma á virkum degi. Verð fyrir heimkeyrslu á öðrum svæðum fer eftir verðskrá flytjanda, sjá 

https://gamli.eimskip.is/thjonusta/akstur-innanlands/reiknivel
(við getum einnig aðstoðað við að reikna sendingarkostnað) 

Skilmálar fyrir heimkeyrslu: 
  • Keyrsla er milli kl. 11-14 á virkum dögum. 
  • Viðskiptavinur fær símtal um afhendingartíma og þarf að vera viðstaddur til að móttaka vöru. 
  • Bílstjóri er einn á ferð og er því mikilvægt að viðskiptavinur eða einhver annar sé viðstaddur til aðstoðar. 
  • Gert er ráð fyrir að aðgengi inn í hús sé gott og án hindrana. Ef bílstjóri telur sig ekki geta afhent vöruna vegna hindrana eða vegna þess að aðgengi að eða í húsi er ábótavant tekur hann vöruna til baka. Ef afhendingu er frestað af þessum sökum er nýr afhendingartími fundinn á kostnað viðskiptavinar. 
  • Sendingargjald er ekki endurgreitt. 

3. Sérpantanir 

Við getum sérpantað frá birgjum sem Fakó er í viðskiptum við. 

Við getum boðið uppá betri tilboð í stórar pantanir ef það er pantað með fyrirvara. Ef varan er til á lager hjá birginum erlendis þá tekur það u.þ.b. 2-8 vikur að fá vöruna til landsins. 

4. Greiðslumáti 

Hægt er að greiða með kortum í gegnum öruggt greiðslukerfi Saltpay/Teya. Við tökum við VISA, Mastercard og Maestro kortum. 

Einnig er hægt að greiða vöru með því að millifæra inn á Esjufell ehf., kt. 580210-0660 bankanúmer 528-26-26029. Mikilvægt er að senda afrit af millifærslu á [email protected] 

Öll verð eru birt með fyrirvara um villur. 

5. Ábyrgð 

Tilkynningar um galla eða skemmdir skal senda á [email protected]. FAKÓ/Esjufell áskilur sér þann rétt að meta hvert tilfelli fyrir sig og ber að bjóða viðgerð, nýja vöru, afslátt eða endurgreiðslu teljist vara gölluð. Ef vara telst gölluð borgum við sendingarkostnað viðskiptavinar, ef við á. 

Ábyrgðartími á vörum er almennt 2 ár þegar um neytendakaup er að ræða í samræmi við ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Vörur sem ætlaður er umtalsvert lengri endingartími en 5 ár geta verið með allt að 5 ára ábyrgð á framleiðslugöllum. Þegar búnaður er keyptur í atvinnuskyni af lögaðila er ábyrgðartími 1 ár. Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits á búnaði eða notkunar á vöru. 

Þegar um neytendakaup er að ræða hefur viðskiptavinur tvö ár frá móttöku söluhlutar til að leggja fram kvörtun vegna galla. 

Hægt er fá nánari upplýsingar með því að senda póst á [email protected] eða hringja í síma 568-0708.

6. Skila- og skiptiréttur 

Heimilt er að skila vöru innan 30 daga frá móttöku hennar. Viðskiptavinur getur fengið inneignarnótu gegn því að sýna kvittun fyrir vörukaupum, en einungis ef varan er í upprunalegum umbúðum, ónotuð og óskemmd. 

Við bjóðum uppá heimlán á völdum vörum. Í því felst að vara er versluð/keypt og ef henni er skilað þá fær viðskiptavinurinn vöruna endurgreidda. Heimilt er að skila vörunni innan 3 daga. Við endurgreiðum einungis ef varan er í upprunalegu ástandi, ónotuð, lyktarlaus og í umbúðum ef það á við. 

Ef verslað er á tilboðsdögum og vöru skilað þegar tilboðsdögum er lokið, fær viðskiptavinur inneign á því verði sem hann greiddi fyrir. Ath. kvittun verður alltaf að fylgja með. 

Viðskiptavinur ber beinan kostnað af því að skila vöru og ber ábyrgð á að koma vörunni til Fakó. 

Í lögum um neytendakaup Nr. 48/2003 er meginreglan sú að skilaréttur er ekki fyrir hendi við kaup á ógallaðri vöru. 

Þrátt fyrir að í lögum um neytendakaup sé ekki að finna ákvæði um skilarétt á ógallaðri vöru veita margar verslanir neytendum rétt til að skila vörum. Á árinu 2000 gaf viðskiptaráðuneytið út verklagsreglur um skilarétt, gjafabréf og inneignarnótur Reglurnar eru leiðbeinandi og þeir seljendur sem fylgja þeim og auka þannig þjónustu sína við neytendur gera það að eigin frumkvæði og án lagaboðs. 

Meginatriði verklagsreglnanna eru: 
  • réttur til að skila ógallaðri vöru sé a.m.k. 14 dagar frá afhendingu 
  • vörur sem merktar eru með gjafamerki gera kassakvittun óþarfa við skil
  • inneignarnótur skulu miðast við upprunalegt verð vöru 
  • gjafabréf og inneignarnótur gilda í allt að fjögur ár frá útgáfudegi 
  • skilaréttur tekur ekki til útsöluvöru
  • Ekki hægt að skila eða skipta matvöru
Kíktu í verslunina okkar

Við erum í Holtagörðum, 2. hæð

30 daga skilafrestur

Inneignarnóta gegn kvittun

Fáðu heimsent

Við sendum hvert á land sem er

Örugg greiðslugátt

MasterCard / Visa / Netgíró